Okkar sérstaða er að við leggjum áherslu á að námskerfið sé hannað þannig að það sé aðlaðandi og að upplifun nemenda sé góð, notandinn lærir og er hvattur áfram með jákvæðri styrkingu.
Með fjölbreyttri framsetningu og gagnvirkni, aðstoðar kerfið notendur við að einbeita sér og hjálpar við að ná fram jákvæðu hugarfari. Við fylgjumst með hvernig náminu miðar og sníðum námsefnið eftir þörfum hvers og eins.