Gervigreindaraðstoð

Við notum gervigreind til að hjálpa okkur við að bæta kerfið

Við sérhæfum okkur í þróun kennslulausna sem þjóna nemendum og þörfum þeirra með því að gera fræðslu aðgengilega og skemmtilega.

Við höfum hannað kennslukerfi sem styðst við gervigreind til að skilja upplifun og þarfir notenda með það að markmiði að gera námsupplifun sem jákvæðasta. Rannsóknir benda til þess að bæta megi námsárangur nemenda um 20- 40% með aðstoð gervigreindar.

Kennslukerfið lærir að skilja upplifun og þarfir notenda – því er hægt að tryggja að hver notandi fái persónulega upplifun og að námsmarkmiðum sé náð.

Okkar sérstaða er að við leggjum áherslu á að námskerfið sé hannað þannig að það sé aðlaðandi og að upplifun nemenda sé góð, notandinn lærir og er hvattur áfram með jákvæðri styrkingu. 

Með fjölbreyttri framsetningu og gagnvirkni, aðstoðar kerfið notendur við að einbeita sér og hjálpar við að ná fram jákvæðu hugarfari. Við fylgjumst með hvernig náminu miðar og sníðum námsefnið eftir þörfum hvers og eins.

Við viljum að styrkleikar allra notenda nýtist sem best og að námskerfið virki hvetjandi og hafi jákvæð áhrif á sjálfsmat og sjálfstyrkingu hvers og eins. 

Við bjóðum fyrirtækjum upp á vefkennslukerfi sem heldur utan um alla fræðslu og gerir nám einfalt og aðgengilegt fyrir starfsfólk. Lykilþáttur í velgengni fyrirtækja er mannauðurinn og því er mikilvægt að sjá til þess að starfsfólk fái fyrsta flokks fræðslu frá fyrirtækinu og jákvæða upplifun af fræðslu sem er sérsniðin að hverjum notanda.

Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar, sendu okkur línu og við munum svara innan 24 tíma.
Netfang: affekta@affekta.is
Skipholt 35, 105 Reykjavik,
3. hæð
MÁN-FÖS 09:00 - 17:00

Fylgdu okkur